09.05.1947
Neðri deild: 125. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1682 í B-deild Alþingistíðinda. (2792)

197. mál, síldarniðursuðuverksmiðja ríkisins

Frsm. minni hl. (Áki Jakobsson) :

Herra forseti. Eins og ég tók fram við 2. umr. þessa máls, var ég ekki búinn þá að skila nál., en nú hef ég skilað nál., og það er í prentun. Og ég vil fara fram á, það við hæstv. forseta, að þessu máli verði frestað, þar til búið er að útbýta nál. Ég býst við, að hv. frsm. meiri hl. n., sem mun vera veikur nú, muni líka vera mér samþykkur um að láta málið bíða, þar til nál. er fram komið.