10.04.1947
Efri deild: 111. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í B-deild Alþingistíðinda. (280)

221. mál, bifreiðaskattur

Brynjólfur Bjarnason:

Það er ekki ástæða til þess að fjölyrða um þetta frv. út af fyrir sig, þar sem það hefur verið rætt í sambandi við hitt frv., sem hér liggur fyrir. Hér er um að ræða gífurlega hækkun á sköttum, er varða bifreiðar og bifreiðarekstur. Ég skal ekki fara út í hvern þessara skatta út af fyrir sig, en hins vegar hlýtur þetta að hafa í för með sér hækkun á fargjöldum, sem óhjákvæmilega koma niður á almenning. Ég hef áður gert grein fyrir því, hvers vegna ég og minn flokkur er á móti hækkun skatta og tolla á nauðsynjum, og þarf því ekki að endurtaka það hér. En fyrst og fremst vegna þess, að þetta frv. hækkar beinlínis framfærslukostnaðinn í landinu, legg ég eindregið til, að það verði fellt.