09.05.1947
Efri deild: 129. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1684 í B-deild Alþingistíðinda. (2810)

133. mál, bæjarstjórn á Sauðárkróki

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur haft þetta mál til athugunar og hefur rætt það við hæstv. dómsmrh., sem hefur látið athuga frv. og hefur lýst því yfir við n., að ráðun. fyrir sitt leyti væri því samþykkt, að frv. næði fram að ganga. N. hefur einnig borið þetta frv. saman við nýjustu lagafyrirmæli um kaupstaði, sem er Ólafsfjörður, og þykir n. ástæða til að leggja til, að gerðar verði tvær smávægilegar breyt. á frv., sem frekar eru leiðréttingar en efnisbreyt. Í 17. gr. frv. stendur nú í síðustu málsgr.:

„Á það ágrip að vera svo fullkomið, að í því séu tilgreind atriði í tekjum og gjöldum bæjarins: Hér er ætlazt til þess, að í stað orðsins „atriði“ komi: aðalatriði. Þá er brtt. við 21. gr., að í stað orðanna „8. gr.“ komi : 7. gr. Kemur þetta af því, að frv. er samið upp eftir l. um Ólafsfjörð, en í þeim l. er ein gr., sem ekki er tekin upp í þetta frv., og raskaðist því greinatalan. N. leggur til, að þessar tvær breyt. verði gerðar á frv.