13.01.1947
Efri deild: 49. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1697 í B-deild Alþingistíðinda. (2856)

10. mál, útsvör

Gísli Jónsson:

Ég skal ekki vera langorður, en ég vildi benda nefndarformanni á eitt atriði, sem skiptir verulegu máli fyrir Suðurfjarðarhrepp, hvort þetta útsvar er tekið af honum eða ekki. Það verður Alþ. að gera, ég geri það ekki. Ég vil ekki bera þá ábyrgð, Alþ. verður að bera hana, en þetta er nægilegt til þess, að það verður að hraða málinu og fá úr þessu skorið. Hv. þm. Str. hefur upplýst, að hann sé tilbúinn að skila áliti, og ég vil, að form. n. skilji, að það er aðkallandi þörf að fá úr þessu skorið. En ég get fallizt á að taka málið út af dagskrá í dag.