17.03.1947
Efri deild: 95. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1700 í B-deild Alþingistíðinda. (2863)

10. mál, útsvör

Hermann Jónasson:

Ég skal í þessu sambandi segja það, að ég hef ekkert á móti því, að þetta sé gert. Þetta mál hefur dregizt langtum um of. Það hefur tvisvar sinnum verið sent til þeirrar n., sem nú hefur skatta- og útsvarsmálin til meðferðar og er að undirbúa löggjöf um það efni. Því hefur verið borið við, að ekki væri viðeigandi að kasta þessu máli inn í þingið, fyrr en kæmi frv. frá þeirri nefnd, sem hefur þessi mál til meðferðar. Allt frá mþn. var ekki til 15. febr., og þá borið við, að komið hefðu fram brtt. um þetta atriði. Við erum tveir í allshn., sem viljum láta málið koma fyrir þingið, að vísu í örlítið breyttu formi, en þar sem svo lítur út, sem svo margir fylgi meiri hlutanum að málum, töldum við það þýðingarlaust að bera það fram. En ástæðan til þess, að álit hefur ekki komið frá mþn., er sú, að ágreiningur er í n., að því er formaður hennar segir. En ég er ekki á móti því, að frv. sé tekið þeim tökum, sem hv. þm. Barð. lagði til.