20.03.1947
Efri deild: 98. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1701 í B-deild Alþingistíðinda. (2870)

10. mál, útsvör

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson) :

Ég vil taka það fram, að ástæðan til þess, að ég óska að fá málinu frestað, er ekki sú, að n. þurfi að kynna sér það, því að nm. hafa haft tækifæri til þess að kynna sér málið, en mér finnst það fullgild rök fyrir beiðni minni, að málinu sé frestað til þess að við getum fengið að kynna okkur málið, þannig að ég teldi það æskilegt, að forseti vildi setja meiri hl. frest, t. d. til mánudags, til þess að við gætum fengið að kynna okkur málið.