05.03.1947
Neðri deild: 86. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1741 í B-deild Alþingistíðinda. (2938)

92. mál, tannlækningar

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Aðeins stutt aths. út af orðum hv. 1. þm. Rang. Það mátti, skilja hann svo, að með till., á þskj. 428 væri verið, að skapa misrétti milli tannsmiða. En hæstv. samgmrh. skýrði þetta atriði nægilega áðan. Höfuðtilgangur okkar flm. er að tryggja rétt hinna fáu tannsmiða, þangað til ný skipan er gerð á þessum málum, og felast í frv. óbein fyrirmæli til ríkisstj. að undirbúa slíka löggjöf. Það er misskilningur, að með þessu eigi að skapa misrétti, og það er enn fremur misskilningur, að meiri hl. heilbr.- og félmn. sé sakaður um að svipta einhvern rétti. Frv. er aðeins um að tryggja rétt tannsmiða, þar til ný skipan er komin á. En gegn þessari tryggingu berst meiri hl. heilbr.- og félmn. Hv. þm. taldi, að fjöldi tannsmiða mundi koma í skjóli undanþáganna. En tannsmiðir eru sárafáir, einir 8. (GÞ: Leyfin eru útrunnin nema hjá þremur.) En hvað snertir málflutning með offorsi og ranglæti, þá er það fjarstæða. Ég hef ekki heyrt neinn vísa, nema þá í síðustu ræðu hv. þm. Rang., sem er líklega af því, að hann hefur ekki getað stjórnað fyllilega skapi sínu, er hann sér, að málstaður okkar flm. á vaxandi fylgi að fagna hér í d.