05.03.1947
Neðri deild: 86. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1741 í B-deild Alþingistíðinda. (2939)

92. mál, tannlækningar

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Það er eitt atriði í ræðu hæstv. samgmrh., sem ég get ekki látið ómótmælt. Ég taldi, að landlæknir mundi ekki geta séð sér fært að mæla með nýjum undanþágum. Þá taldi hæstv. ráðh., að hér væri um að ræða hótanir og refsiaðgerðir. Ég sé ekki ástæðu til að ætla, að landlæknir geri annað en skyldu sína. Ef rætt er t. d. um, að tannsmiður vildi setjast að í Vestmannaeyjum, þá telja eyjarskeggjar það óhagstætt, þar eð það mundi aftra tannlækni frá því að setjast þar að. Ef nú tannsmið er neitað um leyfi til að setjast að í Eyjum, þá er það í samræmi við vilja íbúanna, og ekki um neinar refsiaðgerðir að ræða. Þessum ummælum. hæstv. ráðh. vildi ég því ekki láta ómótmælt.