05.05.1947
Neðri deild: 121. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1755 í B-deild Alþingistíðinda. (2976)

165. mál, fóðurvörur

Skúli Guðmundsson:

Í 1. gr. frv. er talað um, að ákveðið tilraunaráð skuli hafa eftirlit með framleiðslu og verzlun fóðurvara. Mér finnst viðkunnanlegra, að þetta væri orðað þannig, að þetta tilraunaráð heiði eftirlit með „framleiðslu og sölu fóðurvara“, og vil ég því leyfa mér að leggja fram skriflega brtt. þess efnis, að í stað orðanna „framleiðslu og verzlun fóðurvara“ komi: framleiðslu og sölu fóðurvara. Þetta er engin efnisbreyt., heldur aðeins orðalagsbreyt. á þessari grein.