20.05.1947
Efri deild: 138. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1775 í B-deild Alþingistíðinda. (3026)

151. mál, vátryggingarfélög fyrir fiskiskip

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Mál þetta var tekið út af dagskrá í gær vegna breyt., sem gerðar voru í Nd. og ég vildi fá tækifæri til að ræða við sjútvn. d. Þessar breyt. Nd. eru á þskj. 838. N. hefur nú rætt málið, og þó að meiri hl. hennar líti svo á, að flestar þessar breyt. séu til óþurftar frv., þá eru þó þau atriði, sem mest er um deilt, í gildandi l., eins og breyt. við 22. gr. og 32. gr. Væri hins vegar farið að breyta frv. nú, er mikil hætta á, að það kastaðist milli d., og gæti þá hæglega farið svo, að frv. dagaði uppi, og yrðu þá útvegsmenn að búa áfram við sömu ákvæðin og nú er reynt að hrinda. En í frv. eru mörg mikilvæg atriði, m. a. um breyt. á stjórn félaganna og til tryggingar innheimtu iðgjaldanna, og vill því meiri hl. n. ekki leggja frv. í hættu, og leggur til, að það verði samþ. óbreytt. N. er þó ekki sammála því, sem Nd. hefur breytt, en baráttuna fyrir því má taka upp á næsta þingi, sem væntanlega kemur saman síðar á þessu ári. Einn nm., hv. 1. landsk., hefur sérstöðu, og mun líklega bera fram skriflega brtt., sem hann mun gera tilraun með að fá samþ., en meiri hl. n. leggur á móti því, þar sem hann óttast, að frv. verði með því sett í hættu. Ég mun því greiða frv. atkv. af þessum sökum, og vænti, að það verði samþ. óbreytt.