11.04.1947
Neðri deild: 110. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 106 í B-deild Alþingistíðinda. (304)

221. mál, bifreiðaskattur

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Ég skal vera stuttorður. Ég ætla ekki að eltast við útúrsnúninga hv. þm., sem síðast talaði, heldur aðeins benda á þá staðreynd, að bifreiðataxtar eru að sjálfsögðu háðir verðlagseftirliti eins og önnur þjónusta, sem seld er. Þess vegna er ekki ástæða til að ætla, að þeir geti velt kostnaðinum vegna skattaukans yfir á þá, sem leigja bifreiðarnar, ef verðlagseftirlitið gerir, eins og vænta má, skyldu sína.

Ég held líka, að það hljóti að vera sprottið af ákaflega mikilli vanþekkingu á högum manna hér, ég vil segja hundruðum manna eða þúsundum, sem nota bifreiðar, ef á að halda fram, að þar sé um óhófsnotkun að ræða eða óhófseyðslu.

Að öðru leyti skal ég ekki lengja þetta tal að svo komnu máli.