21.05.1947
Neðri deild: 135. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1805 í B-deild Alþingistíðinda. (3100)

230. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Frsm. (Sigurður Kristjánsson) :

Herra forseti. Því miður hefur það farið svo, að þetta mál hefur tafizt hér nokkuð lengi, því að sjútvn., sem um þetta mál hefur fjallað, hefur það fyrir reglu að gæta aðeins á málaskrána eftir því, hvernig málin standa þar, en þetta mál hefur af einhverjum ástæðum aldrei farið á málaskrána, og hefur því dregizt um 10 daga að afgreiða málið þaðan. Hér hefur aðeins verið bætt inn tveim höfnum, og er önnur þeirra a. m. k. á stað, þar sem kaupstaðir hefur verið svo að segja frá landnámstíð, þ. e. Borðeyri. N. hefur ekkert við þetta að athuga og leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt, og þá verður þessi töf væntanlega ekki að neinu tjóni.