07.05.1947
Neðri deild: 123. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1857 í B-deild Alþingistíðinda. (3222)

158. mál, framfærslulög

Frsm. (Gylfi Þ. Gíslason) Herra forseti. Ég vil aðeins láta þess getið, að þessar tvær brtt., sem heilbr.- og félmn. flytur á þskj. 775, eru bornar fram í tilefni af ábendingu hv. þm. V-Húnv. við fyrri hluta þessarar umr. Vakti hann þá athygli á prentvillu, sem slæðzt hafði inn í 57. gr. frv., en þar stendur í upphafi 2. málsl. 1. málsgr. orðið „þá“, en á að vera „þó“. Er þetta leiðrétt hér í fyrri brtt. á þskj. 775.

Þá vakti og hv. þm. V-Húnv. athygli á því í sambandi við ákvæði til bráðabirgða, að orðalag 1. töluliðar væri ekki heppilegt eða formlegt, og er í seinni brtt. á þessu sama þskj. lagt til, að þessi tölul. verði orðaður um. — Vænti ég þess, að sá hv. þm., sem aths. gerði, svo og hv. þd. í heild geri sig ánægða með þessar brtt. og samþykki þær.