11.04.1947
Neðri deild: 111. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í B-deild Alþingistíðinda. (324)

221. mál, bifreiðaskattur

Frsm. minni hl. (Einar Olgeirsson):

Það er örstutt aths. Hv. 3. þm. Reykv. minntist á það, að einu sinni enn væri ég með einkasölu, en þess mundu bifreiðastjórar í Reykjavik ekki vera fýsandi eins og til hefði tekizt síðast, og mun þetta vera rétt hjá honum. Hitt er annað mál, hvort bifreiðastjórar og reyndar þjóðin öll mundi ekki vilja fá bifreiðasölu, sem betur væri stjórnað. Og það eru náttúrlega engin rök, þótt illa gangi með einn hlut í eitt skipti, að þá beri ekki að reyna aftur.