26.03.1947
Efri deild: 100. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1863 í B-deild Alþingistíðinda. (3263)

172. mál, loðdýrarækt

Frsm. (Ásmundur Sigurðsson) :

Herra forseti. Þegar mál þetta var hér til 1. umr., gerði ég grein fyrir því, í hverju þær aðalbreyt. væru fólgnar, sem samkv. því voru gerðar á þeim l. sem þar á að breyta, og gat þess, að landbn., sem flytur frv., mundi á milli umr. senda málið til umsagnar búnaðarþings, sem þá átti að koma saman. Ég sé ekki ástæðu til að endurtaka það, sem ég sagði þá um efni frv., en vil aðeins geta þess, að nú hafa n. borizt upplýsingar um það, að búnaðarþing mun mæla með því, að frv. verði samþ. Þess vegna væntir n. þess, að hv. þdm. sjái sér fært að mæla með því áfram til 3. umr.