07.05.1947
Efri deild: 127. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1868 í B-deild Alþingistíðinda. (3286)

243. mál, lögtak og fjárnám

Frsm. (Hermann Jónasson) :

Þetta mál er, eins og það ber með sér, flutt af allshn. að beiðni hæstv. dómsmrh., og ber grg. með sér, hvaða breyt. það gerir á núgildandi l. um lögtök og fjárnám. Breyt. er sú, að eins og ákvæði l. eru nú, má gera lögtak, ef það er gert áður en ár er liðið frá gjalddaga og lögtakinu síðan framfylgt með hæfilegum hraða.

Það hefur sýnt sig, að þessi frestur er orðinn of stuttur, og það er vegna þess, að mikið er um breyt. á heimilisfangi manna, og þessi, innheimta er miklu víðtækari en áður og því erfitt að ljúka henni af á svo skömmum tíma. En ef lögtaksrétturinn fyrnist, er ekki annars úrkosta en fara í mál út af hverri kröfu, en við það er mikill kostnaður. Breyt., sem ætlazt er til, að gerð sé, er sú ein, að lagt er til að bæta úr þessu með því að lengja lögtaksfrestinn upp í tvö ár, en jafnframt setja það skilyrði, að lögtaksgerð sé byrjuð innan þessa frests. Ég held, að það sé tvímælalaust eðlilegt og nauðsynlegt að breyta þessari gr. lögtaksl.

Það er rétt að taka fram, að oft er það svo, að gjalddagar sömu kröfu eru margir. Í þessari breyt. er þá miðað við það, að fresturinn hefjist víðsíðasta gjalddaga. Ég vil enn fremur taka fram, að þegar þetta mál var tekið fyrir í allshn. og hún samþykkti að flytja það að beiðni hæstv. dómsmrh., þá voru þrír nm. á fundi, en tveir fjarstaddir. Ég geri þó ekki ráð fyrir, að þeir muni hafa neitt við það að athuga að flytja málið, en n. hefur um það óbundnar hendur. Ég fyrir mitt leyti lýsi yfir, að ég tel eðlilegt að gera þessa breyt. og legg til, að málinu verði hraðað.

Ég sé ekki ástæðu til að vísa málinu til n., enda mun lögð nokkur áherzla á, að frv. komist gegnum þingið geri fyrst.