22.05.1947
Neðri deild: 140. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1886 í B-deild Alþingistíðinda. (3363)

102. mál, ríkisborgararéttur

Finnur Jónsson:

Af því að hv. þm. minnist á, að spyrja megi biskupsskrifstofuna í þessu sambandi, þá vil ég geta þess, að þetta bréf er sent til forseta Nd. með sérstöku bréfi frá dóms- og kirkjumrn. sjálfu. (GSv: Hvenær?) 12. okt. 1946. Eftir því sem ég hef heyrt, mun allshn. Ed. ekki hafa tekið eftir, að þetta bréf lá fyrir á þennan veg.

Ég hef enga löngun til að tefja þetta mál, en ég tel, að það sé tæplega boðlegt, að Alþ. sé að lögfesta ríkisborgararétt til handa mönnum, sem óska ekki eftir að fá hann. Ég mun þess vegna leggja fram skrifl. brtt. og óska, að hæstv. forseti gefi mér frest í eina mínútu til að semja hana.