22.05.1947
Neðri deild: 140. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (3367)

102. mál, ríkisborgararéttur

Finnur Jónsson:

Ég vil taka fram út af ummælum hv. þm. V-Sk., að ég er ekki frsm. allshn. og n. hefur ekki haft tækifæri til að athuga þær breyt., sem á þessu frv. hafa verið gerðar í Ed. Frv. er þannig breytt alveg nýkomið til d., og ekki hefur unnizt tími til að athuga það. Hv. form. n. og frsm. er ekki hér staddur til fyrirsvars um það, hvernig á því stendur, að þessi maður virðist hafa slæðzt inn í till. n. gegn vilja sínum. Ég get enga skýringu á því gefið. Hins vegar get ég vel fallizt á, að það sé rétt að leita upplýsinga hjá biskupi landsins um þetta mál, en til þess að svo megi verða, þarf að fresta málinu um eitthvert skeið. Annars skildist mér á hv. þm. V-Sk., að við getum verið sammála um það að leggja til að breyta frv., ef upplýsingar liggja ekki fyrir frá þessum manni nema þetta eina bréf. (GSv: Nei) Það er upplýst, að hann hefur óskað, að málinu sé frestað, það er það eina, sem fyrir liggur. Ég hef sem sagt brtt. tilbúna og óska eftir við hæstv. forseta, að hann fresti málinu, þangað til eitthvað liggur nánara fyrir um það.