07.02.1947
Neðri deild: 68. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1889 í B-deild Alþingistíðinda. (3374)

159. mál, óskilgetin börn

Finnur Jónsson:

Ég vil aðeins í sambandi við þessi mál taka það fram, að bæði þessi frv. voru lögð fram meðan ég var erlendis, og hef ég því ekki haft tækifæri til að fylgjast með þeim til hlítar. En ég hafði rætt um aðalatriði frv. við n., sem hafði þessa lagaskoðun með höndum. Það er áríðandi, að bæði þessi frv. nái fram að ganga á þessu þingi, einkanlega má segja um annað frv., að það innifeli ýmsar lagfæringar á ástandi, sem hefur dregizt allt of lengi fyrir Alþ. að lagfæra. Ég vil í því sambandi beina því til hv. frsm., að hann beiti áhrifum sínum í n. til þess, að sú athugun, sem hann gaf loforð um, dragist ekki of lengi. Þessi frv. hafa legið hjá n. síðan í nóv. eða byrjun des., og kemur það mér því óvart að heyra, að n. skuli ekki hafa tekið þau til alvarlegrar athugunar.