12.05.1947
Neðri deild: 126. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1907 í B-deild Alþingistíðinda. (3447)

120. mál, skattgreiðsla Eimskipafélags Íslands

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Herra forseti. Ég vil aðeins, áður en þetta mál er afgr. í d., skýra frá því, að öll þau skilyrði, sem sett voru, þegar þessi l. eða tilsvarandi voru samþ. hér fyrir 2 árum. hafa verið uppfyllt að svo miklu leyti sem ég hef getað fylgzt með. Eins og hv. 3. þm. Reykv. minntist á, hefur verið samin sérstök skrá yfir hluthafa Eimskipafélagsins og hlutafjáreign hvers þeirra, sem eiga yfir þúsund krónur, með þeim árangri, sem hann lýsti. Það hefur komið mjög greinilega í ljós, að hlutafjáreignin er ákaflega dreifð og virðist ekki vera á neins eins manns eða fyrirtælds hendi. Vil ég láta þetta koma fram í sambandi við afgreiðslu þessa máls hér. Ég hef áður verið því samþykkur og er eins eindregið með því nú, að þessi skattaundanþága verði veitt, og vænti þess, að hv. d. samþykki málið nú eins og áður. Hvað viðvíkur þeirri brtt., sem hér hefur verið lögð fram skriflega, tel ég hana þess eðlis, að heppilegra væri, að hún væri athuguð í næði, t. d. hvort hún gæti ekki haft í för með sér fordæmi fyrir fleiri skipafélög en það, sem í till. greinir, og kæmi hér ýmislegt annað til greina, sem rétt væri að athuga, áður en till. væri borin undir atkv. Hef ég vissa tilhneigingu til að vera með henni, ef ekkert það kæmi fram við athugun, sem benti í þá átt, að samþ. hennar mundi draga einhvern óheppilegan dilk á eftir sér, en tel rétt, að n. fái hana til athugunar.