22.05.1947
Efri deild: 142. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1914 í B-deild Alþingistíðinda. (3473)

120. mál, skattgreiðsla Eimskipafélags Íslands

Páll Zóphóníasson:

Ég get ekki gert að því, þótt hv. þm. Barð. skilji ekki tölur. Ég nefndi þessa 40 aura sem dæmi um það, hvað dýr væri flutningskostnaður til Reykjavíkur á framleiðsluvörum utan af landi, þegar hann væri 40 aurar á kg. Þetta veit hann.

Honum finnst ekki rétt að láta Samband ísl. samvinnufélaga fá sams konar skattfrelsi fyrir sitt skip og Eimskip fær, af því að það reki margháttaða starfsemi. Nú ætla ég ekki að mæla með því. Ég er alveg á móti öllum slíkum undanþágum. En ég vil benda á það, að Alþ. hefur samþ. l. um það, að Eimskip byggi hótel hér í Reykjavík og reki það. Ég geri ráð fyrir, að farið verði að vinna að því, að byggt verði hótel fyrir 15 millj. kr. og að Eimskip geri það að 1/3. Það er talað um að Eimskip leggi sig eftir flugferðum. Það er búið að samþykkja það á aðalfundi. Á ekki að vera skattfrelsi af því líka? Eimskip er komið inn á ýmislegt fleira en siglingar.