11.04.1947
Neðri deild: 109. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í B-deild Alþingistíðinda. (352)

219. mál, hækkun á aðflutningsgjöldum 1947

Hermann Guðmundsson:

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að vera fjölorður um þetta frv., því að sumir þeir ræðumenn, sem þegar hafa talað, hafa tekið það fram, er ég vildi sagt hafa. Ég vildi þó aðeins sem fulltrúi verkamanna lýsa yfir því, að ég tel þetta frv. árás á verkalýðinn, en ég spái engu um það, hvernig hann snýst við, en það má fullyrða, að verkamenn geta ekki annað en skoðað þetta frv. sem óvinarbragð, hvaða ráðstafanir sem þeir kunna að gera.