19.05.1947
Neðri deild: 132. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1928 í B-deild Alþingistíðinda. (3560)

253. mál, embættisbústaðir dómara

Jón Pálmason:

Mér þykir rétt að taka það fram, að það er svo fjarri því, að þetta mál sé á nokkurn hátt persónulegt frá minni hendi. Mér er það kunnugt, eins og öðrum, að þessir menn, sem um ræðir, eru ágætir menn, og ég er meira að segja í vináttu við suma þeirra. En ég tel bara, að þetta sé ekki sanngjarnt mál. Það þýðir ekki fyrir hæstv. forsrh. eða neinn annan að segja mér það, að hæstaréttardómarar hafi engar aukatekjur. Ég hef séð reikninga yfir matsgerðir frá þeirra hálfu, sem sanna, að þetta er ekki rétt hermt.