19.05.1947
Neðri deild: 132. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1928 í B-deild Alþingistíðinda. (3561)

253. mál, embættisbústaðir dómara

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Ég vildi aðeins leiðrétta það hjá hv. þm. A-Húnv., sem hann sagði um aukatekjurnar. Ég sagði ekki, að hæstaréttardómarar hefðu aldrei neinar aukatekjur. Ég sagði aðeins, að þeir vegna stöðu sinnar yrðu að sætta sig við það, þó að þeir oft og tíðum hefðu engar aukatekjur, og gætu ekki eins og margir aðrir embættismenn snapað eftir slíkum aukatekjum. Þeir fá tiltölulega mjög fá viðfangsefni, sem eru þannig vaxin, að þeir geti tekið þau að sér vegna stöðu sinnar.