26.03.1947
Efri deild: 100. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1943 í B-deild Alþingistíðinda. (3605)

148. mál, vatnsveitur

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Að gefnu tilefni var haldinn fundur í heilbr.- og félmn. um það, hvort ekki væri rétt að láta hluta af sveitarfélögum hafa í þessu efni sama rétt og heil sveitarfélög, ef þau fullnægðu vissum skilyrðum og rík þörf væri fyrir vatnsveitur. N. sá ekki ástæðu til þess að flytja brtt. um þetta, en álítur hins vegar sjálfsagt, að hluti af sveitarfélagi hafi sama rétt til að koma upp vatnsveitu. Ég tel ekki ástæðu að ræða þetta frekar.