11.04.1947
Efri deild: 113. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1953 í B-deild Alþingistíðinda. (3624)

148. mál, vatnsveitur

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Viðvíkjandi ræðu hæstv. dómsmrh., tel ég ekki rétt að stöðva málið. Við vitum ekki, hvort þetta verður samþ. í Nd., en ef það verður ekki, þá tefur það tímann, en það þarf að hraða vatnsveitumáli Reykjavíkur. En ef engu verður breytt í Nd., þá er hægt að ráða fram úr þessu á einum fundi, en þörf er á að kanna þingvilja fyrir málinu. Svo vildi ég taka það fram, að allur misskilningur hv. 6. landsk. stafar af því, að hann er með allt annað frv. en rætt er um hér, því að hann er með frv. eins og það var í Nd. Í þessu frv. á þorpið að geta fengið 85% ábyrgð fyrir láni til dreifingarkostnaðar og enn fremur stuðning fyrir öllum kostnaðinum. Ég sé svo ekki ástæðu til að þrátta um þetta, þar sem menn lesa upp af allt öðrum þskj. en greiða á atkv. um.