11.04.1947
Efri deild: 113. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1953 í B-deild Alþingistíðinda. (3625)

148. mál, vatnsveitur

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson) :

Herra forseti. Ég tel eðlilegra, ef á að fella Reykjavíkurfrv. undir þetta frv., að þá sé það fært í það horf, áður en það er sent héðan. Ef frv. stöðvaðist í Nd., þá mætti taka Reykjavíkurfrv. sérstaklega. Nú og ef hv. frsm. hefur ekkert á móti, þá vildi ég beina því til hæstv. forseta, að málinu sé frestað (GJ: Ég hef ekkert á móti því.) svo að mönnum gæfist tóm til að semja brtt., ef þörf þykir vera til þess.