11.04.1947
Neðri deild: 111. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í B-deild Alþingistíðinda. (365)

219. mál, hækkun á aðflutningsgjöldum 1947

Frsm. meiri hl. (Hallgrímur Benediktsson):

Herra forseti. Eins og hv. þdm. er kunnugt, var þetta frv. rætt ýtarlega í gær og nótt. Því var að lokinni umr. vísað til fjhn., og hefur n. afgr. málið þannig, að meiri hl. fellst á, að frv. fái afgreiðslu og að það verði samþ. að mestu óbreytt. Þó skal ég taka það fram, að varðandi 5. gr. frv. hafa nm. óbundnar hendur við atkvgr., og munu sumir vilja fella gr.

Ég vék að því við 1. umr., og það kom líka greinilega fram við umr. og rökstuðning hv. fjmrh., að ríkissjóðurinn hefði mikla þörf fyrir þennan tekjuauka. Það var líka tekið fram við umr., að þetta væri mjög veik leið, að auka tolla og skatta, en aðra leið hefði ekki verið hægt að finna, sem samkomulag hefði orðið um.

Eins og tekið er fram í aths. við frv. og fram kom í umr. og í skýringum hæstv. fjmrh., þá kom þar fram sá grundvöllur, sem meiri hl. n. ákvað að fylgja frv. til samþykktar.

Ég sé svo ekki ástæðu til að teygja umr. nú við framsögu. Minni hl. n. mun gera ýtarlegar brtt. við frv., sem hann skýrði n. frá og nú eru fram komnar á þskj. 626. Ég læt svo staðar numið með þessi orð frá meiri hl. fjhn. varðandi afgreiðslu meiri hl. n. á frv. — [Fundarhlé.]