09.12.1946
Efri deild: 30. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í C-deild Alþingistíðinda. (3685)

80. mál, sóknargjöld

Frsm. meiri hl. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti. — Ég var kallaður í síma, þegar mál þetta var tekið fyrir, og gat því ekki hafið framsögu í því. —

Þetta mál er ekki það stórmál að taki því að halda langa ræðu um það. Meiri hl. fjhn. vill fallast á málið, eins og það er til komið og fyrir lagt. Aftur á móti er hv. minni hl. fjhn. andvígur því yfirhöfuð að samþ. frv., og hann hefur vitaskuld sína sögu að segja. Svo sé ég, að hér eru komnar brtt. á þskj. 170 og 190, og virðist mér, hvað snertir brtt. á þskj. 170, að hún gangi í svipaða átt og frv. gerir, en um brtt. á þskj. 190 hefur hv. flm. hennar sagt sitt álit, og í raun og veru finnst mér þetta allt vera frekar togstreita um keisarans skegg, og vil ég því leggja til, að hv. d. fallist á þá stefnu, sem meiri hl. n. hefur tekið, sem sé að samþ. frv. óbreytt.