09.12.1946
Efri deild: 30. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í C-deild Alþingistíðinda. (3688)

80. mál, sóknargjöld

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. — Þegar fjhn. ræddi þetta mál, varð hún ekki alveg sammála um það. Ég fylgi nál. meiri hl., en gat þess, að ef til vill mundi ég koma með brtt. við frv.

Ég vil benda á það, að þetta frv. er tvíþætt. Annar þátturinn er sá að hækka sóknargildin, og er töluverð ástæða til þess, þar sem sóknargjöldin nú nægja ekki einu sinni til viðhalds á kirkjugörðum, hvað þá meira. En um leið er farin önnur leið, sem sé sú að mynda nýjan nefskatt, sem á að fara í allt aðra átt, sem sé til að leggjast í sjóð til styrktar kirkjulegum málefnum, sem við vitum ekki, hver eru. Með þessum nýja nefskatti, sem er 50 aurar, verða sóknargjöldin 3 krónur. Fæ ég ekki annað séð en þessi nýi skattur sé með öllu ónauðsynlegur, bar sem ríkið er farið að leggja fram fé til kirkna, þá ætti ríkið að taka þessi mál að sér, og hefur ríkisstj. viðurkennt, að þetta bæri að gera, og væri það miklu réttara, að ríkissjóður tæki það alveg að sér, en drægi þá aftur úr framlagi til kirkjubygginga. Ég vil því draga þennan 1/6 hluta frá og láta sóknargildin vera kr. 2,50, en fella þennan nýja nefskatt niður.

Út af brtt. hv. þm. Barð. vil ég taka það fram, að ég tel seinni brtt. rétta og sjálfsagða. og var svo um talað í n. að hún kæmi fram við 3. umr.

Ég þarf svo ekki að tala miklu lengur um þetta. Það liggur greinilega fyrir. hvort hv. þm. vilja leggja á menn nýjan nefskatt eða halda aðeins þeim gamla og hækka hann. eins og orðið hefur að gera víða langt fram yfir það, sem hér er farið fram á.

Ég skal svo að lokum taka það fram, að ég vil ekki á neinn hátt draga úr sóknargjöldunum en ég er á móti hví að binda mönnum nýja bagga með nýjum nefskatti.