04.12.1946
Neðri deild: 32. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í C-deild Alþingistíðinda. (3763)

90. mál, búnaðarmálasjóður

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. Ég átti alls ekki von á því, að nú væri komið með frv. til 1. um breyt. á 1. þeim um búnaðarmálasjóð, sem samþykkt voru á síðasta þingi. Ég sé ekki, að það yrði til nokkurra bóta, þótt 1. yrði breytt.

Eins og menn muna, voru langvarandi deilur um málið, en þeir, sem voru í minni hl., virtust ekki sætta sig við þá afgr., sem það fékk.

Með þessu frv. er gert ráð fyrir, að fé búnaðarmálasjóðs verði skipt í tvo jafna hluta, og renni annar hlutinn til Búnaðarfélags Íslands, og skuli búnaðarþing ráðstafa því fé, hinum hl. er ætlað að renna til stéttarsamtaka bænda. Ég tel, að bændastéttin sé það þroskuð félagslega að ekki þurfi að leita á náðir Alþ. og lögfesta gjöld til stéttarsamtaka hennar, og ég tel það hina mestu vanvirðingu henni til handa. Ég hef ekki orðið þess var, að stéttarsamtök verkalýðsins hafi farið fram á lögfestingu á árgjöldunum, og foringjar verkamanna mundu aldrei gera tilraun til þess. Bændasamtökin þarfnast þess eigi heldur. Hv. þm. er vel kunnugt um, hvernig högum bænda er háttað, enda vitað, að þeir eru færir um að stofna félagsskap á frjálsum grundvelli. Nú gæti ég trúað því, að einhver flm. stæði upp á eftir og segði, að nauðsynlegt væri að breyta þessu, vegna þess að fé sjóðsins kæmi bændastéttinni ekki að notum, og að réttara væri, að búnaðarþing en ekki búnaðarsamböndin ákveði, hvernig fénu er varið. Þetta sögðu þessir menn á síðasta þingi, og ég býst við, að þeir segi það enn þann dag í dag. Samkv. 1., sem nú gilda, er svo fyrir mælt, að fé sjóðsins skuli notað til jarðræktar og annarra framkvæmda, eftir því sem fundir í búnaðarsamböndunum ákveða í hvert sinn. Það var sagt hér á síðasta þingi, að bændur væru sviptir ákvörðunarrétti um, hvernig fénu skuli ráðstafað, en þetta er auðvitað hrein vitleysa. Bændur hafa ráðin yfir fénu. Aðalfundir búnaðarsambandanna hafa ákvörðunarréttinn.

Ég sé ekki ástæðu til að ræða þetta frekar, og ég geri ráð fyrir, að menn séu þess minnugir, hvílíkt þrætuepli þetta mál hefur verið. Ég tel aðstæður lítið breyttar og þess vegna tilgangslaust að deila meira um það. Ég tel því hyggilegast að afgreiða málið nú og vísa því frá. En sé það nú sett í n., þá verður úr því önnur þrætan til. Ég vil svo leyfa mér að bera fram svohljóðandi rökstudda dagskrártill.:

Þar sem l. um búnaðarmálasjóð voru samþ. til framtíðarlausnar eftir langvarandi deilur á síðasta Alþ. og þar sem þau l. tryggja, að fé sjóðsins verði varið á hinn heppilegasta hátt fyrir bændastétt landsins, telur deildin frv. á þskj. nr. 145 að ástæðulausu flutt og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá.“