11.12.1946
Neðri deild: 35. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í C-deild Alþingistíðinda. (3779)

90. mál, búnaðarmálasjóður

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. — Ég ætlaði að nota þann tíma, sem ég hef leyfi til að tala í þessu máli, til þess að segja nokkur orð við hv. þm. Mýr., hv. 1. þm. Skagf. og að nokkru leyti við hv. þm. Borgf., og þar sem enginn þeirra er viðstaddur hér nú, vil ég fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann fresti umr., þar til þessir hv. þm. eru viðstaddir á fundi. Og ég sé ekki, að það þurfi að hraða þessari umr. svo, að ekki sé hægt að verða við þessari beiðni. Ég kann ekki við að halda ræðu um þetta mál, þegar áður nefndir hv. þm. eru ekki viðstaddir. Vænti ég því, að hæstv. forseti verði við þeirri beiðni minni um að fresta umr. til morguns í þeirri von, að hv. þm. verði þá viðstaddir.