21.02.1947
Neðri deild: 79. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í C-deild Alþingistíðinda. (3798)

17. mál, þingsköp Alþingis

Hermann Guðmundsson:

Herra forseti. Það er aðeins stutt aths. viðvíkjandi því, sem hv. flm. sagði, að n. hefði gengið fram hjá öðru atriði frv.

Síðast í nál. er tekið fram, að Hermann Guðmundsson óski þess getið, að hann telur afgreiðslu þess máls, sem flm. frv. vitnar í, flugvallarmálsins, hafa verið óviðunandi og að rétt sé, þó að útvarpsumr. um eitthvert mál sé lokið, þá geti almennar umr. um það haldið áfram á Alþ. Það, sem þarna segir í nál., er yfirlýsing frá mér um skoðun mína á því atriði frv.