02.05.1947
Efri deild: 124. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 196 í C-deild Alþingistíðinda. (3905)

143. mál, kvikmyndastofnun ríkisins

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég ætla aðeins að leiðrétta nokkrar fullyrðingar, sem hv. 3. landsk. hafði hér í frammi. Hv. þm. sagði, að ég hlyti að vera umboðsmaður kvikmyndahúsaeigenda hér á Alþ. Þetta er ekki rétt. Ég á engra hagsmuna að gæta varðandi þá starfsemi og á engan hlut í kvikmyndahúsi, og þykir mér því vera rétt að leiðrétta þetta. Um rök fyrir málinu skal ég ekki deila, en hv. þm. sagði, að það væri glæpur, ef þetta mál næði ekki samþykki, en hann hefur nú samt ekki haft manndóm í sér ti1 þess að gefa út sérálit í málinu, en talar sjálfur og mælir með hinni rökst. dagskrá.