02.05.1947
Efri deild: 124. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 196 í C-deild Alþingistíðinda. (3906)

143. mál, kvikmyndastofnun ríkisins

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. — Frv. hefði ekki vegnað betur, ef ég hefði gefið út sérálit, því að þá hefði það verið fellt og ekki náð afgreiðslu. Ég sá ekki betur en að vilyrði hæstv. menntmrh. fyrir málinu væri það bezta, eins og nú standa sakir, og ég vel þá leið að skila málinu fram á leið, en ef hin leiðin er farin, var frv. úr sögunni. Ég læt mig því engu skipta yfirlýsingar hv. þm. Barð. um manndómsleysi mitt, ég vona ég, að þm. Barð. fái ekki sigri að fagna, í þessu máli.