02.05.1947
Efri deild: 124. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í C-deild Alþingistíðinda. (3908)

143. mál, kvikmyndastofnun ríkisins

Steingrímur Aðalsteinsson:

Herra forseti. — Það er auðséð, að þetta frv. .mun ekki ná afgreiðslu á þessu þingi. Ég ætla ekki að fara að ræða frv. í einstökum atriðum, en ég get tekið undir rök flm. frv. um; að ríkið eigi að taka þennan rekstur í sínar hendur. Hins vegar hefur flm. fallizt á, að rökst. dagskráin á þskj. 730 verði samþ., en þar er gert ráð fyrir, að ríkisstj. áthugi þessi mál til þess að ná þeim sjónarmiðum, sem hv. flm. hefur flutt hér, og hæstv. ráðh. hefur lýst því yfir, að athugun þessa máls muni fara fram.

Helzt finnst mér of skammt gengið í dagskrártill., þar sem engin fyrirmæli eru um, að hefja skuli framkvæmdir að athugun lokinni. Ég vil því leyfa mér að flytja skrifl. brtt., að eftir fyrirmælunum um athugun komi, og undirbúi löggjöf um kvikmyndastofnun ríkisins. — Það hefur komið í ljós, að athuga þarf, hve mikill kostnaður það yrði fyrir ríkið að koma kvikmyndastofnun ríkisins á laggirnar, en með breyt. á dagskrártill. mundi upplýsast, að leiðin er að þjóðnýta þennan rekstur, og ríkisstj. ætti að undirbúa þetta, en annars væri hætta á því, að þessu yrði slegið á frest. Ég legg því til, að brtt. mín verði samþ.