02.12.1946
Efri deild: 26. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 205 í C-deild Alþingistíðinda. (3929)

91. mál, fiskiðjuver á Ísafirði

Jóhann Jósefsson:

Ég vil leggja þá spurningu fyrir hv. síðasta ræðumann í sambandi við tal hans um útgerðarmiðstöð í stærsta kaupstað Vestf jarða, hvernig hann haldi að sú aðferð, sem hér er stungið upp á, muni líta út frá sjónarmiði smærri kauptúna vestanlands, þó ekki sé leitað lengra, þeirra útgerðarmanna og annarra þar, sem með framtaki og þegnskap hafa með stofnun hlutafélaga, samlagsfélaga eða samvinnufélaga hrundið svipuðu í framkvæmd og flm. þessa frv. vilja láta ríkið gera á Ísafirði. Í stað þess, að útgerðarmenn og sjómenn á Ísafirði standi að fiskvinnslufyrirtækjum eins og í óðrum verstöðvum vestra, er þar nú snúið inn á nýja braut og „verterað“ yfir í það, að allt sé kostað af ríkinu. Ég þykist vita, að hv. flm. þessa frv. séu sínum hnútum kunnugastir og kunnugri en ég t.d. sjónarmiði Vestfirðinga í atvinnumálum. Því væri æskilegt, ef þeir skýrðu frá því, hvernig þeir héldu, að aðrir Vestfirðingar litu á það, að ríkið létti í þessum efnum öllum áhyggjum af stærsta kaupstaðnum þar vestur frá og tæki þar allt að sér.