12.04.1947
Efri deild: 115. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í B-deild Alþingistíðinda. (395)

219. mál, hækkun á aðflutningsgjöldum 1947

Forseti (ÞÞ):

Mér hefur borizt hér nál. frá minni hl. fjhn., og hefur verið óskað eftir, að það væri lesið. Vil ég biðja hv. 4. landsk. að fylgjast með, að rétt sé lesið, en nál. hljóðar svo:

„Nefndin hefur ekki orðið sammála um frumvarpið. Meiri hlutinn leggur til, að það verði samþykkt. En ég legg til, að það verði fellt. — Mun ég þó freista að bera fram breytingartillögur á sérstöku þingskjali, sem miða í þá átt að undanskilja tollahækkuninni ýmsar helztu nauðsynjavörur landsmanna. Eru þær samhljóða tillögum, sem bornar voru fram í Nd.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um ástæður fyrir andstöðu Sósíalistaflokksins við frumvarp þetta. Það er hið freklegasta tollhækkunarfrumvarp, sem borið hefur verið fram á Alþingi, og verður til að stórhækka allt vöruverð í landinu. Sé þessum tollum, sem samkv. áætlun ríkisstjórnarinnar nema röskum 45 milljónum króna (öll tollafrumv. samanlögð), jafnað niður á landsbúa, kemur að meðaltali hátt á átjánda hundrað á hverja 5 manna fjölskyldu — Sé gert ráð fyrir, að slík fjölskylda hafi 20 þús. króna árstekjur, jafngildir þetta allt að 9% kauplækkun.

Alþingi, 12. apríl 1947. Brynjólfur Bjarnason.“ Nál. og brtt. hefur orðið að leggja fram vélritað, af því að á þessum degi hefur ekki verið hægt að fá neitt prentað, vegna þess að þetta er hátíðisdagur prentara. Les ég þá brtt. frá hv. 4. landsk.:

„Við 3. gr: Við upptalningu greinarinnar bætist í kaflaröð:

Tollskrárkafli 7 nr. 1–8, grænmeti. nýtt og þurrkað.

— 8 nr. 1–36, ávextir til neyzlu, nýir og þurrkaðir.

— 11 nr. 13–15, mjöl úr baunum, ertum, o.s.frv., kartöflumjöl.

— 11 nr. 22, klíð.

— 15 nr. 9—19, feiti og feitar olíur úr jurtaríkinu.

— 19 nr. 1–7. mjöl eða sterkja tilreitt sem fæða fyrir börn og sjúka o.s.frv.

— 23 nr. 1–13, skepnufóður.

— 25 nr. 17, sement.

— 35 nr. 1–10. áburður.

— 40 nr. 1–19, trjáviður, óunninn eða sagaður, o.s.frv.

— 40 nr. 21–25, tunnuefni tilsniðið og siglugjarðir.

— 40 nr. 26–27, kassar til umbúða.

— 40 nr. 28–32, tunnur og keröld, tilhöggvin hús, gluggar, hurðir o.s.frv.

tk. 40 nr. 46–48, botnrúllur, botnvörpuhlerar, hjólklafar.

— 41 nr. 1–6. korkur og korkvörur.

— 48 nr. 15–18, ofnar vörur úr baðmull.

— 49 nr. 1–9, hör, hampur, júta og önnur spunaefni, garn.

— 49 nr. 19–23, ofnar vörur úr hör, hampi o.s.frv.

— 52 nr. 2, sjóklæði.

— 63 járn og stál.

— 72 nr. 10–21, landbúnaðarvélar og áhöld.

— 72 nr. 27–33, vélar til bygginga og mannvirkjagerðar.

— 72 nr. 36–37, túrbínur.

— 72 nr. 38–48, vélar til iðnaðar og framleiðslu úr innlendum hráefnum.

— 73 nr. 37–45, búsáhöld.

— 73 nr. 46, 49 og 51, borvélar, lóðhamrar, logsuðu- og logskurðartæki.

— 75 nr. 4, vöruflutningabifreiðar.

— 76 nr. 3–6, skip og bátar.“

Mun ég nú leita afbrigða fyrir þessum skjölum báðum, þau hafa hlotið þskjnr.. nál. 640 og brtt. 641.