03.02.1947
Efri deild: 63. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 249 í C-deild Alþingistíðinda. (3981)

28. mál, iðnfræðsla

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Herra forseti. — Hv. Alþ. hefur borizt bréf frá iðnsveinaráði Alþýðusambandsins, sem ég geri ráð fyrir, að dm. hafi kynnt sér, en þar lætur ráðið í ljós álit sitt á brtt. þeim, sem fram hafa komið við frv. Telur ráðið, að það geti sætt sig við þær brtt., sem fyrir liggja frá n., en hins vegar er það á móti brtt. hv. þm. Barð. á þskj. 312 og sömuleiðis brtt. hv. 1. þm. N–M. á þskj. 320. Hins vegar telur ráðið, að fyrri brtt. á þskj. 320 sé til bóta, en gerir samt þá aths., að ekki sé ástæða til að leita tillagna Landssambands iðnaðarmanna, áður en skipaður er iðnerindreki sá, sem gert er ráð fyrir í gr., nema því aðeins, að leitað sé umsagnar iðnsveinaráðs alþýðusambandsins. Mér finnst ekki nein sérstök þörf á því, að þarna standi „að fengnum tillögum Landssambands iðnaðarmanna“, og vil leyfa mér að leggja fram skriflega brtt. um, að orðin „Landssambands iðnaðarmanna og“ í 1. málsgr. gr. falli niður.