27.03.1947
Neðri deild: 103. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í C-deild Alþingistíðinda. (4143)

96. mál, hvíldartími háseta á botnvörpuskipum

Hermann Guðmundsson:

Herra forseti. Þar sem ég sé, að hér er viðstaddur hv. form. sjútvn. þessarar d., vil ég nota tækifærið til að beina til hans fyrirspurn.

Þann 2. des. f. á. flutti ég ásamt hv. 8. þm. Reykv. (SG) frv. til l. um breyt. á l., um hvíldartíma sjömanna á togurum. Síðan málið fór í n., eru liðnir nær 4 mánuðir, en málið hefur ekki enn þá komið til afgreiðslu í hv. d. Það, sem hefur gerzt í þessu máli síðan, er það, að sjómenn almennt hafa látið í ljós þá skoðun sína, að hér sé um nauðsynlega breyt. að ræða. Það hafa komið fram áskoranir frá nær öllum togaraflotanum um, að hv. Alþ. samþykki þessa breyt. á l., og sömuleiðis hafa sams konar raddir heyrzt frá flestum nemendum Sjómannaskólans í Reykjavík. Mér finnst þessi dráttur hjá n. orðinn of langur og vil því leyfa mér að spyrja hv. form. n., hvað honum valdi, þar sem hér er um að ræða mál, sem nauðsynlegt er, að nái fram að ganga hið fyrsta.