16.12.1946
Neðri deild: 38. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 326 í C-deild Alþingistíðinda. (4176)

107. mál, bátaútvegurinn o.fl.

Frsm. (Einar Olgeirsson):

Herra forseti. Hæstv. atvmrh. sendi þetta frv. til fjhn. með beiðni um, að hún flytti það. Það náðist ekki samkomulag við meðnm. mína um flutning frv., og ég hef þess vegna flutt það einn fyrir minni hl. fjhn. Ég hef ekki í hyggju að gera grein fyrir þessu frv., því að ég býst við, að hæstv. atvmrh. ræði málið ásamt hæstv. utanrrh. Ég get samt ekki látið hjá líða að ræða það nokkuð.

Alþ. hefur áður ábyrgzt fiskverð, svo að hér er aðeins um það að ræða að halda áfram á sömu braut. Hins vegar veit ég ekki betur en að verðið á sumum af þeim vörum, sem hér um ræðir, hafi áður verið sett, og sannleikurinn er sá, að ekki virðist nein sérstök ástæða til að óttast, að ekki verði hægt að selja vörurnar með þessu verði. Hins vegar bregður nú svo einkennilega við, að eftir því sem erlendar fréttir hermdu í dag í hádegisútvarpinu, þá er engu líkara en fulltrúar Íslands á alþjóðaráðstefnunni óttist, að of hátt sé boðið í íslenzkar sjávarútvegsafurðir, þegar um sovétríkin er að ræða. Þetta er óneitanlega einkennilegur hugsunarháttur, og það er líkara því, að verið sé að setja l.andið á uppboð og biðja um íhlutun erlendra ríkja viðvíkjandi afurðasölu okkar. — Ég held því, að frv. sé ekki aðeins realistískt, því að án sjávarútvegs getur land vort ekki þrifizt. Alþ. verður því að sjá um að gera þær ráðstafanir, sem að gagni megi koma, til þess að útvegsmenn hafi aðstöðu til að gera út bátaflotann á komandi vertíð.