16.12.1946
Neðri deild: 38. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 330 í C-deild Alþingistíðinda. (4178)

107. mál, bátaútvegurinn o.fl.

Ásgeir Ásgeirsson:

Herra forseti. Ég bjóst nú ekki við því, að hæstv. atvmrh. mundi segja hér af sér í annað sinn.

Það er heldur óvenjulegt, að n. færist undan því að flytja stjfrv., en ástæðan fyrir því var sú, að aðeins einn ráðh. lagði frv. fyrir n. En þessu máli er þannig varið, að það getur engu að síður heyrt undir hæstv. fjmrh. en atvmrh., og slíkt frv. sem þetta ætti að vera flutt að ríkissj. í heild.

1. gr. þessa frv. byrjar svo: „Ríkisstj. skal með auglýsingu ákveða.“ Niðurlag 2. gr. frv.: „Ríkisstj. er heimilt að ábyrgjast“. 3. gr. frv. byrjar: „Ríkisstj. ábyrgist fyrir hönd ríkissjóðs“. 4. gr. frv. byrjar: „Ríkisstj. er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að ábyrgjast“, og 6. gr. frv. byrjar: „Ríkisstj. getur með reglugerð sett nánari fyrirmæli um allt, er lýtur að framkvæmd þeirra ráðstafana, er um ræðir í l. þessum. Það liggur því beint fyrir, að slíkt mál sem þetta á að leggja fyrir ríkisstj. í heild, áður en það er flutt hér. Ég skal ekki fara út í efnishlið málsins, en undirstrika, að fjhn. lítur svo á, að leggja eigi málið fyrst fyrir ríkisstj. sjálfa.