19.12.1946
Neðri deild: 42. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 268 í B-deild Alþingistíðinda. (419)

47. mál, sauðfjársjúkdómar

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Hv. frsm. hefur tekið af mér ómakið í sambandi við þá aths., sem ég vildi gera við brtt. á þskj. 219. Ég vil þó til viðbótar geta þess, að ég tel, að það nafn, sem lagt er til í gr. á þeim sjúkdómum, sem hér um ræðir, getur ekki staðizt í þessu frv. sökum þess, að hér er raunverulega líka um nautgripasjúkdóm að ræða, eða að minnsta kosti er talið víst, að nautgripir geti verið smitberar. Ég ætla svo ekki að fjölyrða um þetta, en ég tel það óþarflega viðkvæmni að gera veður út af nafninu á þessum sjúkdómi, þó að einhver einn maður sé við það riðinn að flytja inn í landið þau dýr, sem talið er, að veikin hafi borizt með.