18.12.1946
Neðri deild: 40. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 350 í C-deild Alþingistíðinda. (4204)

117. mál, opinberar byggingar bæjar- og sveitarfélaga

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Hv. þm. V-Sk. furðar sig á því, að ég hef sett þetta ákvæði 3. gr. frv. í samband við umr. um stjórnamyndun. Hann veit það vel, að í þeim umr., sem farið hafa fram undanfarið, hefur eitt hinna stóru vandamála verið lánveitingar til margs konar framkvæmda og mannvirkja. Þess vegna hljóta þau miklu mannvirki, sem frv. fjallar um, og skylda landsbankans um lán til þeirra að heyra algerlega þar undir. Ég veit ekki, hvort hv. þm. hefur gert sér grein fyrir því, hvað frv. þetta felur í sér, og mér finnst það ekki í samræmi við fjármálavarfærni hans að vilja gleypa við þessu frv. og vilja slíta þetta mál út úr samhengi við önnur, sem það á saman við.