18.12.1946
Neðri deild: 40. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 350 í C-deild Alþingistíðinda. (4205)

117. mál, opinberar byggingar bæjar- og sveitarfélaga

Gísli Sveinsson:

Herra forseti. Það er algerlega í samræmi við varfærni mína, sem ég tala, sem sé þá, að héruð landsins verða að sjá sér farborða, og við hér sem fulltrúar þeirra verðum að sjá um, að þar verði ekki hrun. Þess vegna er sjálfsagt að byrgja brunninn, áður en barnið er dottið ofan í, og er það því í samræmi við mína skoðun — fyrr og síðar —, að ég hef talað svo sem ég hef í þessu máli.