18.12.1946
Neðri deild: 40. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 353 í C-deild Alþingistíðinda. (4214)

117. mál, opinberar byggingar bæjar- og sveitarfélaga

Forseti (BG):

Ég vil benda hv. þm. V-Sk. á það, að það er ekki á valdi forseta, til hvaða n. máli er vísað. Nú sagði þessi hv. þm., að forseti ætti að leyfa — leyfa — að þetta mál, sem hér er til umr., færi til tiltekinnar n. Það er hlutverk hv. þd. að ákveða um þetta. (SigfS: Málið er hjá menntmn., svo að það er að taka málið frá þeirri n., ef á nú að vísa því til annarrar n.).

En í tilefni af þeirri löngu aths. hv. þm. V-S.k., þá er það að athuga, hver er meginkjarni þessa frv., sem hér liggur fyrir. Frv. þetta er um ríkisábyrgðir á lánum, sem bæjar- eða sveitarfélög taka. Það er kjarni málsins. Og við kjarna málsins verður að miða, þegar metið er, til hvaða n. á að vísa frv. Þess vegna segi ég það, að það er í samræmi við beztu skynsemd — hvort sem hv. þm. V-Sk. líkar vel eða illa, að talað er um skynsemd hér — það er í samræmi við beztu skynsemd, að þessu máli sé vísað til hv. fjhn. þessarar hv. d. — En það er hv. þd., sem sker úr um það, hvort sú till. verður samþ. eða ekki.