03.12.1946
Efri deild: 27. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (43)

19. mál, skemmtanaskattur

Hannibal Valdimarsson:

Hæstv. forseti segir, að mér hafi orðið það á að kveðja mér ekki hljóðs. En ég gerði ráð fyrir, að hann mundi afgreiða málið svo, að brtt. við frv., sem borin hafði verið fram við það og útbýtt og tilkynnt um það á þessum sama fundi frá forsetastóli, mundi verða borin upp til atkv. Og um það gat ég ekki vitað, þegar ég kvaddi mér ekki hljóðs, að brtt. mundi ekki verða borin upp á undan frv.