22.05.1947
Efri deild: 142. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í C-deild Alþingistíðinda. (4454)

160. mál, vatnsveita Reykjavíkur

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins benda á það, að hv. Ed. var búin að ganga frá því máli, sem hér var rætt, þ.e. styrk til hinna ýmsu sveitarfélaga til þess að koma upp hjá sér vatnsveitum. Hygg ég, að málið hafi verið lagt fram á Alþ. að tilhlutan hæstv. ríkisstj. og var þá talið mjög aðkallandi, enda er þetta ákaflega mikils: vert mál fyrir hin ýmsu þorp úti um land. Nú hefur ekki önnur breyt. verið gerð á þessu frv. hér í hv. d. en sú, að í stað þess, að ríkissjóður skyldi veita óendurkræfan styrk, þá skyldi veita lán, ef nauðsyn bæri til, að jafnstórum hluta, og skyldi það vera vaxtalaust í 10 ár. Ég veit, að ríkissjóði er á engan hátt íþyngt, þótt þessi, breyt. verði á frv. gerð, og þess vegna kemur mér það á óvart, að verið sé að stöðva þetta þýðingarmikla heilbrigðismál. Er mér tjáð, að það sé gert eingöngu vegna afskipta hæstv. ríkisstj. og að hæstv. dómsmrh. eigi einn sökina á því, að málið sé ekki komið lengra. Vildi ég gjarnan heyra álit hæstv. ráðh. á þessu og vil vænta þess, að hann beiti sér fyrir því við hæstv, samgmrh., að þetta mál verði látið koma fram og samþ., eins og meiri hl. þessarar d óskaði eftir. Ég fyrir mitt leyti sé ekki ástæðu til að af greiða þetta mál, sem hér liggur fyrir, frá n., sem samkomulag var um, að ekki þyrfti að afgreiða, fyrr en séð yrði um það í hv. Nd., hvaða afgreiðslu hitt málið fær þar.