22.05.1947
Efri deild: 142. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 462 í C-deild Alþingistíðinda. (4461)

160. mál, vatnsveita Reykjavíkur

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Ég vil segja, að á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir, og á ég þar við þá hv. 3. landsk. og hv. þm. Barð. Nú geta þeir barist saman móti góðu máli, d. til lítillar uppbyggingar og sjálfum sér til enn minni sóma. — Ég skal svo ekki fara um þetta fleiri orðum. Ég vil aðeins geta þess, að því beindi ég orðum mínum til hv. þm. Barð., að hann hljóp fyrir skjöldu, eins og stundum áður,. en hafði auk þess haft orð fyrir n. í fyrri umr. um þetta mál og var með umboð hv. n. Hvort hann hefur þarna sagt meira en hann hafði ástæðu til að segja, skal ég ekki um segja. Það verður hann að gera út um við meðnm. sína, en hann lofaði, að þetta mál skyldi ná fram að ganga, ef hinu málinu yrði stefnt í hættu. Hvort hann vill rjúfa það heit, um það skal ég ekki segja. Hitt, að ég hafi fyrst fengið áhuga fyrir málinu í kvöld, er rangt. Ég hef ýtt undir það dag eftir dag, að það kæmist fram.