23.05.1947
Efri deild: 143. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í C-deild Alþingistíðinda. (4475)

160. mál, vatnsveita Reykjavíkur

Hermann Jónasson:

Ég leit á þetta í gær eins og eins konar verkfall móti vinnubrögðum, sem hafa átt sér stað, og ég hef aldrei ætlað að neita framgangi málsins. Ég get skilið, að hér er ekki um alls kostar eðlileg vinnubrögð að ræða, að setja beinlínis stólinn fyrir dyrnar og heimta ákveðin svör, en ég vil, af því að stífni er komin í málið, taka fram, að ég ætla að greiða atkv. með afbrigðunum í trausti þess, að sams konar tillitssemi verði viðhöfð við hitt málið, og segi því já.